Friday, January 31, 2014

Smá um mig




Ég heiti Guðrún Helga og útskrifaðist úr Mood Makeup School 2012. Ég er í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði en er líka að vinna sem freelance makeupartist.
Loksins er ég búin að stofna blog sem mig hefur langað að gera í nokkur ár. Ég mun blogga um allt sem er í gangi í hausnum á mér í sambandið við snyrtivörur og fleira.

Fallega systir mín fékk smá förðun um daginn, mig langaði að gera einhvað náttúrulegt en samt aðeins meira. Allar vöruurnar sem ég notaði eru frá MAC en rakakremið frá QLINIQUE. Hún fór svo í vinnuna og það sást ekki á henni þegar hún kom heim eftir 4 tíma. Ég byrjaði á að setja Prep + Prime Future length lash serum á augnhárin. Þetta svínvirkar, ég er búin að tala um það á instagram síðunni minni. Auðvitað skellti ég á hana Qlinique comfort on call, besta vetrarkrem sem ég hef prófað. Síðan setti ég nokkrar sprautur af Fix + frá MAC.



Hérna er ég búin að setja bleika Prep + Prime highlighter pennann í kringum augun. Fortified skin enhancer spf 35 á húðina. Þessi primer er frábær fyrir þær konur sem eru t.d. að fara að gifta sig á sumri til því hann er með sólarvörn upp á 35, gefur líka ótrúlega létta og fríska postulínsáferð. Það er lika hægt að nota hann einn og sér.



Núna er búið að bæta við hvítu Face and body meiki á highlight svæðin, sem sagt ennisbeinin, kinnbeinin, beint niður nefið og á milli augnanna, efri vörinni og hökunni. Ég setti svo lit C1 af Face and body á restina af andlitinu(C-litir fyrir gultóna húð en N-litir fyrir rauðtóna húð), blandaði þessum tveimum litum létt saman svo það myndu ekki koma skil. Síðan notaði ég augabrúnagel Brow set Clear og augnskuggann Omega. Síðan setti ég hvíta/glæra Set powder á svæðin í andlitinu sem ég vildi hafa mött. Þetta púður er alger snilld, setur förðunina mikið betur og heldur henni stöðugri. Kemur til dæmis rosalega í veg fyrir að hyljarinn leki til og fari í línur.



Hérna er búið að bæta við MAC Extreme dimension maskaranum, hann er frábær, þykkir ótrúlega og greiðir vel úr augnhárunum. Brúnum MAC dipdown eyeliner, MAC paint pot painterly. Svo setti ég augnskuggann vanilla á augnlokið og skyggði svo með ljósum brúntónuðum lit, ásamt ljós appelsínu/andlitslituðum lit. Í vatnslínuna notaði ég hvítann Eye Kohl liner frá MAC. Linerinn hélst á í marga klukkutíma.

VOILÁ

Ég vona að fyrsta færslan hafi náð til ykkar og að þið fylgist með mér í framtíðinni.