Thursday, January 8, 2015

2014 FAVORITES


Frá vinstri til hægri- Framesi Color Lover Primer- MAC Fluidline eyeliner Dipdown- MAC Lipstick Hue- Smashbox Photo Finish Color Correcting- MAC Strobe Cream- OPI Nail Envy- MAC brow set Beguile- MAC Brush 159.

MAC Fluidline eyeliner Dipdown- MAC brow set Beguile- MAC Lipstick Hue.

Halló halló, núna er rúmlega mánuður síðan ég bloggaði. Ég kláraði seinustu önnina mína í Flensborg í desember og núna er ég útskrifuð jeeiii! :) Allavegana mig langar að segja ykkur frá mínum uppáhalds vörum á árinu 2014.


Ég ætla ekki að skrifa mikið því ég hef talað um þessar vörur í öðrum færslum hér á blogginu.
Ég nota Color Lover Primerinn á hverjum degi í blautt hárið eftir sturtu. Þið getið lesið meira um hann hér.
Þá er það eyelinerinn í litnum dipdown, en hann er æðislega mjúkur og passar vel við alla augnliti. Ég hef notað þennan mikið yfir árið og hann mun klárlega vera í uppáhaldi hjá mér áfram.
Uppáhalds varaliturinn minn er Hue, hann er nude ljósbleikur. Ég notaði hann mikið dagsdaglega og spari.
Græni Smashbox primerinn er gull í túpu. Ég nota hann undir farða en hann dregur úr roða og jafnar húðlitinn.
Strobe Cream-ið frá MAC er algert æði. Ég set það á allt andlitið eða stundum á highlight svæðin og það gefur húðinni æðislegan ljóma.
OPI Nail Envy-ið er minn uppáhalds naglastyrkir. Ég hef prufað þá marga og enginn virkar eins vel og þessi.
Brow set í litnum Beguile er uppáhalds augabrúnagelið mitt, liturinn er fallega brúnn og passar augabrúnunum mínum mjög vel. Ég nota það oft eitt og sér ef ég nenni ekki að hafa mig til :)
Síðasti hluturinn sem ég notaði mest á árinu 2014 var MAC 159 burstinn. Ég keypti hann í Barcelona í sumar og ég hef ekki látið hann vera síðan! Hann er fullkominn í highlight, hyljara og púður. Hárin eru svo mjúk og hann er svo lítill og nettur og ég bara elska elska elska hann! 

Takk kærlega fyrir að lesa

Love Guðrún