Sunday, May 25, 2014

SUMIR HLUTIR BJARGA


Góðan dag! Langt síðan ég hef sent inn færslu, lokapróf og svo beint í nýja vinnu aaah, eeen mig langar að segja ykkur frá nokkrum æðislegum hlutum sem eru hálfgerðir "lifesaverar" ef þið eruð í vandræðum.

Fyrst er það svitalyktareyðirinn frá Clinique.

Hann er ofnæmisprófaður, það er engin blómalykt af honum eins og sumum, meira svona engin lykt. Notar hann alveg eins og venjulegan svitalyktareyði, nema í alvöru það kemur ekki svitalykt af þér yfir daginn! Þetta er einhvað sem þið verðið að prufa ef þið eruð í þessum vandamálum. Hann er líka til fyrir karlmenn, í sér línu fyrir þá :) Hann er líka endingargóður ;)


Hann er ekki risastór, svo það er auðvelt að ferðast með hann.

Næst á dagskrá er Nail Envy frá OPI. Þetta undraefni! Neglurnar þínar styrkjast svo óeðlilega mikið, ég get varla brotið mínar, en auðvitað gerist það inn á milli en það þarf mikið til. Þær verða svo ferskar og fylltar. Ég elska þennan styrkir í botn og get ekki hugsað mér að skipta. Mér finnst best að geyma það inn í ísskáp. Ef neglurnar eru brotnar, þunnar, þurrar eða bara almennt leiðinlegar þá mæli ég með að þið skellið ykkur á eitt svona ;)

(mynd af google)


Síðasta varan sem ég ætla að tala um heitir Repairwear Laser Focus og er frá Clinique. Þetta er serum sem ræðst á ójafnar holur og litamismun í húðinni og án gríns lagar það. Mamma mín notar serumið og ég hef aldrei séð jafn mikla virkni í einu efni og þessu áður fyrr! Hún var með mikið af fínum línum í kringum augun og á enninu, og viðgerðarkonan eins og ég vil kalla serumið kom og lagaði húðina. Ekki misskilja mig samt og halda að húðin hafi orðið eins og á nýfæddu barni en serumið leiðrétti svo óeðlilega mikið af fínum línum, holum og litamismun eftir sólarljós.
Það gefur húðfrumunum meiri boost, þannig þær geta unnið vinnuna sína betur.
Það fellur ótrúlega vel að húðinni, er ekki þykkt og áferðamikið og þú getur notað hvaða rakakrem sem er eftir á.
Serumið frá Clinique er meiri viðgerð á skemmdum sem hafa nú þegar átt sér stað en ef þið eruð að leita ykkur af fyrirbyggjandi serumi þá mæli ég með Advanced Night Repair Estée Lauder.(ekki láta nafnið blekkja ykkur, þið megið nota serumið kvölds og morgna).
Ójöfnu húðlitirnir koma útaf miklu sólarljósi, eða nánar útaf UV-geislum. Það eru geislarnir sem mynda þessa ójöfnu húðbletti, litamismun og fleira í húðinni sem enginn vill hafa.

(Repairwear Laser Focus, mynd af google)


Að lokum langar mig að minna ykkur á að nota sólarvörn í sumar! Skellið henni bara á ykkur og svo rakakrem yfir, málið dautt ;)


x Guðrún

Tuesday, May 6, 2014

HUGMYNDIR


Mig langar til að sýna ykkur mismunandi hugmyndir á litanotkun og fleiru :)

*Vörurnar sem ég notaði eru meðal annars frá MAC, Inglot, NYX og Estée Lauder


Hérna lék ég mér með dökka liti, notaði sanseraða gyllta og brúna liti, toppaði svo lookið með bláum blíant sem ég setti á neðri vatnslínuna. Brúnrauði varalituinn passaði mjög vel við þetta look ;)



Enginn augnskuggi, bara pínulítil eyelinerlína sem ég setti eins nálægt augnháralínunni og ég gat. Áherslan var lögð á varirnar í þetta skipti, sem voru fjólubláar :) Varaliturinn er frá Inglot.

Áherslan var lögð á augun og húðina hérna, falleg glóandi náttúruleg húð. Fyrst notaði ég gott rakakrem, setti svo á hana græna primerinn frá NYX og yfir hann notaði ég Day Wear BB kremið frá Estée Lauder í staðin fyrir farða. BB kremin aðlagast alveg að þínum húðlit og þetta kom svo fallega út. Græni eyelinerinn er frá NYX, kom vel út með náttúrulegri augnskyggingu. 



Falleg kvöld eða árshátíðarförðun. Augnskuggarnir eru frá MAC og ég notaði sanseraða gyllta og brúna tóna. Skyggingin fer ótrúlega vel með dökk brúnum augum. Ég er mjög hrifin af brúnum og gylltum tónum þar sem ég er sjálf með mjög brún augu.


Ég ætla að taka mér spá pásu frá blogginu útaf skólanum, ég mun koma með fullt af skemmtilegum hlutum bráðlega.

xx Guðrún