Monday, March 24, 2014

SUMARLITIR



Þið verðið að afsaka myndgæðin.

Þó svo að veðrið sé ekki alveg búið að leika við okkur seinustu daga þá held ég samt í vonina að sólin fari að sýna sig almennilega! Hún gerði það svo sannarlega seinasta laugardag, í því tilefni skellti maður nú sínu fínasta í andlitið ;) eða svona hehe..

Mér fannst þetta vera fullkomið tilefni til að nota varalitinn Morange frá MAC, hann er alveg appelsínugulur, en ég vildi ekki alveg appelsínugular varir þannig ég setti varablíantinn Ablaze frá MAC fyrst á varirnar, það er smá rauður tónn í honum og þetta kom ótrúlega vel út! Hann er því miður ekki fáanlegur lengur því hann kom í limited línu seinasta sumar. Mac er auðvitað með fullt af öðrum varablíöntum sem eru líkir þessum.

Mynd af google/Ablaze.

Augu: Í grunninn notaði ég Painterly paint pot frá MAC. Ég byrjaði á því að nota augnskuggann Vanilla frá MAC, ég setti hann yfir allt augnlokið svo notaði ég Omega frá MAC og bjó til fallega skyggingu. Síðan notaði ég Shadowy Lady og Handwritten frá MAC til að gera meiri dýpt í skygginguna. Ég notaði Handwritten til að skyggja neðri augnháralínuna og Vanilla setti ég alveg í augnkrókinn. Brúni geleyelinerinn heitir Dipdown og er líka frá MAC. Síðan skellti ég á mig maskara og Stubborn Brown frá MAC á vatnslínuna. Finito :)

--

Sand-naglalakkið/You're so flippy floppy.

Nýja naglalakkalínan frá OPI er sjúk! Hún heitir Brazil og það komu tvenns konar naglalakkatýpur í línunni, annars vegar komu venjulegir glans litir eins og þið sjáið hægra megin á neðri myndinni og hins vegar komu lökk með sandáferð, sjáið þau á neðri myndinni til vinstri. 
Liquit sand naglalökkin eru svo falleg! ég hélt fyrst að það væri ótrúlega erfitt að naglalakka sig með þeim, en svo var ekki, ég verð að segja að það var auðveldara að meðhöndla þau heldur en þessi venjulegu.

En eitt sem mér finnst pirrandi við þau er að það getur verið pínu snúið að þrífa þau af sér, en það er ekkert mál en þú setur naglalakkaeyði í bómul og leggur bómulinn að nöglinni og leyfir honum að sitja þar í smá stund, þá er ekkert mál að nudda því af nöglinni án þess að bómullinn fari í tætlur.


Hversu sjúk!?! Ég keypti mér litlu týpurnar (mini treats), en þið getið fengið venjulegu týpuna í stóru glasi. Ég kíkti um daginn í Hagkaup og Lyfju og það var frekar mikið farið af þeim, þannig ef ykkur líst vel á, þá myndi ég fara strax og næla mér í einhvað af þessum fallegu litum, ef þið eruð ekki nú þegar búin að þvi :) Þau eru öll ótrúlega falleg og sumarleg og vííí ég get ekki beðið eftir sólinni!

Hver eru uppáhalds naglalökkin þín? 

xx Guðrún




Sunday, March 16, 2014

ÞAÐ STYTTIST Í SUMARIÐ


Svolítið langt síðan síðast, það er búið að vera brjálað að gera hjá mér útaf þessu verkfalli.. en loksins hef ég tíma jei!
Ég keypti mér nýja græna limited eyelinerinn Sassy Moss frá MAC. Ég prufaði hann mikið um helgina hehe og ómæómæ! hann er sjúkur!! Það er mikið um liti í sumar, ég er svolítið búin að fylgjast með og áberandi litir eru að koma svolítið sterkt inn. Ég er búin að rekast mikið á varalitinn Morange frá MAC upp á síðkastið á netinu, hann er alltaf að verða meira vinsælli. Ég nota Morange mikið en hann er alveg appelsínugulur, mikið uppáhald hjá mér þessa dagana. 


Afsakið myndgæðin, flassið ekki alveg að gera sig.- Augun skyggði ég með létt brúntónuðum litum og setti síðan eyelinerinn yfir.

Þið sjáið að hann er mjög áberandi, en hann er líka ótrúlega fallegur! Ég ætla að setja bráðlega inn betri mynd af honum á mér, þá getiði séð dýrðina betur!

Í sumar er mikið um fallega og bjarta húð. Face and Body meikið frá MAC er mitt uppáhalds meik á sumrin! það er svo létt, en þú getur líka byggt það upp með því að setja aðra umferð. Passa bara að taka ekki allt of dökkann lit, en mér finnst allt í lagi að nota einum tón fyrir ofan þó svo að ég geri það ekki oft. Fer algerlega eftir árstíðum. Ég nota C1 í Face and Body en ég get alveg notað C2. (Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað C og N er þá er C fyrir gultóna húð en N er fyrir rauðtóna húð.) 

Síðan finnst mér alltaf fallegt að nota ljósan kinnalit á sumrin :)


Það gerir svo mikið að vera með varalit!

Mig langar að bjóða ykkur að vera með í leiknum mínum á facebook. Smá gjafaleikur, eina sem þið þurfið að gera er að líka við facebook síðuna og deila þessari mynd. Ég dreg út þegar ég er komin með 100 like á síðuna, sá sem ég dreg út fær Color Love primerinn frá Framesi.

Muniði svo að fara að nota sólarvörn, það er mikilvægast! Ég nota krem með sólarvörn á sumrin og líka á veturna. Clinique Superdefense kremið er með spf 25, ég nota það mikið á móti Qlinique Comfort on Call. 

XXXXX Guðrún





Friday, March 7, 2014

UPPÁHALDS HÁRVÖRURNAR MÍNAR


Ég hef mjög oft fengið fyrirspurnir um hárið á mér. Sérstaklega þegar ég átti ekki sléttujárn en var alltaf með slétt hár.. Ég er samt náttúrulega með "púffí liðað hár" Hárið mitt er alls ekki slétt náttúrulega! Ég hef alltaf notað bleika After Party frá Bed Head eftir sturtu og málið dautt!


Þetta eru mínar uppáhalds hárvörur sem ég nota bæði dagsdaglega og nokkrar af og til. Ég keypti mér um daginn I.D. Hair Force- Instantly straightner frá Framesi. Þetta er vökvi sem þú getur spreyjað í hárið á þér eða sett í lófan á þér og borið í hárið. Þetta er hrein snilld! Ég hafði fyrst ekki mikla trú á þessu því þetta kostaði einhverjar 3000 kr á hárgreiðslustofu, en ég kýldi á það og ég elska þessa vöru.
Color Love primer er líka frá Framesi. Ég elska elska elska primera eins og ég er búin að nefna áður, og ég varð að eignast primer í hárið! God já hann vikar á allt! Þegar ég er með blautt hárið þá set ég fyrst primerinn og svo einhvað annað á eftir. Það er auðvelt að greiða í gegnum hárið, hárið er ekki eins úfið og rafmagnað, hann hjálpar líka til við að endurbyggja ónýtt hár, það kemur miklu meiri hreifingu í hárið og maður sér silkimjúku áferðina á hárinu þegar það er orðið þurrt. Must have!
Kókosolíuna nota ég sem djúpnæringu ekki oftar en einu sinni í viku. Ég set hana bæði í hreint og skítugt hárið.
Maxxed-Out- Massive Hold Hairspray er uppáhalds hárspreyið mitt, það virkar og það virkar og það virkar! Það er líka ótrúlega góð lykt af því :)
Síðan er það auðvitað uppáhaldið mitt af öllu og það er After Party frá Bed Head. Gefur fallegan gljáa í hárið, það verður silkimjúkt, það sléttir líka úr hárinu :)

Þetta eru mínar uppáhalds vörur, ég myndi segja að þær væru allar must have.

Ég vil líka benda ykkur á að þið getið keypt Framesi vörurnar á Hár og Smink, Hlíðasmára 17, Kópavogi. Dömurnar þar eru algjörir snillingar og hjálpa ykkur klárlega að finna það sem ykkur vantar fyrir hárið ykkar, sjampó, næringu.. bara you name it! Þetta er facebook síðan þeirra ef þið viljið skoða meira um þessa frábæru stofu!

Ég fer svo bráðum að setja inn skemmtilegar förðunarmyndir :)

xx Guðrún


Thursday, March 6, 2014

Birthday Girl


Ég átti afmæli á miðvikudaginn, 19 ára vííí... og í tilefni dagsins fór ég í Kringluna til að tríta mig aðeins... Keypti mér geðsjúka skó í GS skóm frá 67.


Þeir kostuðu um sjö þúsund með afslætti! ég bara varð! GS skór eru með svo mikið af flottum skóm, þau eru líka með sanngjarnar útsölur :) Ég allavegna elska þessa skóbúð!




Kæró gaf mér svo áðan OPI naglalakkið Peace and Love OPI. Þessi mynd er reyndar tekin af netinu, ég er með naglalakkið á mér núna en neglurnar mínar eru svo stuttar að ég vil ekki taka mynd og sýna ykkur hehe.. En liturinn er breytilegur eftir því hvernig ljósið skín á hann. Naglalakkið er úr San Francisco línunni síðan síðasta haust.


Mig langar líka að segja ykkur að ég keypti After Party frá Bed Head í Iceland í Kópavogi á rúmar 2800 krónur!


Þannig þið sem notið þessa gorgeous vöru farið þangað næst og kaupið hana :)

Hvaða hárvörur notið þið dagsdaglega?

x Guðrún


Saturday, March 1, 2014

REAL TEQHNIQUES BRUSHES



Nýju Real Techniques burstarnir voru bara að koma í búðir í dag, og auðvitað nældi ég mér í þessa demanta! Mér finnst þessir burstar frábærir, miðað við að það eru ekki alvöru hár í þeim og... þeir fara ekkert úr hárum sem mér finnst risastór plús! Ég prufaði þá í dag og þeir eru æðislegir.

Retractable Bronzer Brush

Þennan bursta er hægt að nota í ótrúlega margt, meik, púður og bronzer. Hann er svo mjúkur að þið trúið því ekki! Mér finnst hann geðveikur í púðurvörur. Hann er mjög þykkur og er því mjög auðvelt að vinna með hann.


Retractable Kabuki Brush

Þessi gersemi! Mjög auðvelt að vinna með hann, ótrúlega mjúkur! Ég nota þennan t.d. í kinnalit og sólarpúður. Ég prufaði að nota svona "skábusta" í meik og það kom betur út en ég hélt! Það er svo gaman að prufa sig áfram og gera nýja hluti :)

Silicone Liner Brush

Númer eitt, tvö og þrjú! Sílíkon eyeliner busti! Já, og hann virkar! Þennan prufaði ég áðan og vá vá vá! Það er svo þæginlegt að þrífa hann, bara smá burstahreinsir og allur eyelinerinn fer af strax! Algert must have fyrir ykkur eyelinerdömurnar.

Retractable Lip Brush

Fallegi bleiki varalitaburstinn, mjög þæginlegur og þéttur í sér. Mér finnst betra að fylla út í varirnar með varalit með honum heldur en stuttum bursta.



Miracle Complexion Sponge

Ég er ekki mikið fyrir svampa, hef aldrei verið það. En ég get ekki beðið eftir að prufa þennan. Hann fær mjög góða dóma og fer eins og heitar lummur um netheiminn. Ég gat ekki náð höndum yfir hann í dag þar sem hann kom ekki með sendingunni. Kemur eftir tvær vikur! :)


Það er lok á öllum burstunum nema eyeliner burstanum, svo það er hægt að loka þeim mjög auðveldlega. Það er líka mjög auðvelt að þrífa sílíkonið á eyeliner burstanum. Þeir eru fullkomnir í snyrtibudduna, til að laga sig aðeins um kvöldið eða jafnvel í ferðalagið ;) Það er svo leiðinlegt að vera með lausa bursta í snyrtibuddunni og síðan smitast kannski einhvað í burstana, þess vegna er frábært að þessir séu með loki! Umbúðirnar eru svo fallegar og allir burstarnir svo mjúkir. Ég vona að þið nælið ykkur í þessa demanta og njótið í botn :)

xx Guðrún