Monday, March 24, 2014

SUMARLITIR



Þið verðið að afsaka myndgæðin.

Þó svo að veðrið sé ekki alveg búið að leika við okkur seinustu daga þá held ég samt í vonina að sólin fari að sýna sig almennilega! Hún gerði það svo sannarlega seinasta laugardag, í því tilefni skellti maður nú sínu fínasta í andlitið ;) eða svona hehe..

Mér fannst þetta vera fullkomið tilefni til að nota varalitinn Morange frá MAC, hann er alveg appelsínugulur, en ég vildi ekki alveg appelsínugular varir þannig ég setti varablíantinn Ablaze frá MAC fyrst á varirnar, það er smá rauður tónn í honum og þetta kom ótrúlega vel út! Hann er því miður ekki fáanlegur lengur því hann kom í limited línu seinasta sumar. Mac er auðvitað með fullt af öðrum varablíöntum sem eru líkir þessum.

Mynd af google/Ablaze.

Augu: Í grunninn notaði ég Painterly paint pot frá MAC. Ég byrjaði á því að nota augnskuggann Vanilla frá MAC, ég setti hann yfir allt augnlokið svo notaði ég Omega frá MAC og bjó til fallega skyggingu. Síðan notaði ég Shadowy Lady og Handwritten frá MAC til að gera meiri dýpt í skygginguna. Ég notaði Handwritten til að skyggja neðri augnháralínuna og Vanilla setti ég alveg í augnkrókinn. Brúni geleyelinerinn heitir Dipdown og er líka frá MAC. Síðan skellti ég á mig maskara og Stubborn Brown frá MAC á vatnslínuna. Finito :)

--

Sand-naglalakkið/You're so flippy floppy.

Nýja naglalakkalínan frá OPI er sjúk! Hún heitir Brazil og það komu tvenns konar naglalakkatýpur í línunni, annars vegar komu venjulegir glans litir eins og þið sjáið hægra megin á neðri myndinni og hins vegar komu lökk með sandáferð, sjáið þau á neðri myndinni til vinstri. 
Liquit sand naglalökkin eru svo falleg! ég hélt fyrst að það væri ótrúlega erfitt að naglalakka sig með þeim, en svo var ekki, ég verð að segja að það var auðveldara að meðhöndla þau heldur en þessi venjulegu.

En eitt sem mér finnst pirrandi við þau er að það getur verið pínu snúið að þrífa þau af sér, en það er ekkert mál en þú setur naglalakkaeyði í bómul og leggur bómulinn að nöglinni og leyfir honum að sitja þar í smá stund, þá er ekkert mál að nudda því af nöglinni án þess að bómullinn fari í tætlur.


Hversu sjúk!?! Ég keypti mér litlu týpurnar (mini treats), en þið getið fengið venjulegu týpuna í stóru glasi. Ég kíkti um daginn í Hagkaup og Lyfju og það var frekar mikið farið af þeim, þannig ef ykkur líst vel á, þá myndi ég fara strax og næla mér í einhvað af þessum fallegu litum, ef þið eruð ekki nú þegar búin að þvi :) Þau eru öll ótrúlega falleg og sumarleg og vííí ég get ekki beðið eftir sólinni!

Hver eru uppáhalds naglalökkin þín? 

xx Guðrún




No comments:

Post a Comment