Friday, April 4, 2014

NATURAL









Þetta eru kannski ekki myndir í bestu gæðunum, en mig langaði til að sýna ykkur hversu auðvelt það er að gera fallega náttúrulega förðun. Hversdags eða jafnvel ef maður vill ekki vera of mikið málaður þegar maður er að fara út.

Vörurnar eru allar frá MAC.

Húð: Fix+, Prep+Prime primer, Face and Body meik, Pro Conceal and Correct Palette/light, Mineralize Skinfinish Natural/light púður, Matte Bronze powder/sólarpúður, Dame/kinnalitur, Mineralize skinfinish soft and gentle/highlight á highlight svæðin, Prep+Prime Transparent púður þar sem ég vil matta niður.

Augu: Painterly Paint pot, augnskuggar: Omega, Charcoal Brown, Handwritten og Retro Speck.(Omega sett á allt augnlokið, Charcoal Brown og Handwritten notaðir til að gera fallega skyggingu og Retro Speck notaði ég til að highlighta augnlokið í miðjunni). Dipdown eyeliner, Haute & Naughty Too Black Lash maskari, þykkir og lengir extra mikið, hann er líka mjög mjög mjööög svartur ;).

Varir: Prep+Prime varaprimer, Hip 'N' Happy varablíantur, Angel varalitur.

Augabrúnir: Brow Set/Beguile augabrúnagel, omega augnskuggann notaði ég svo til að móta og fylla inn í.

Bara svona að taka það fram þá tók ég myndirnar af mér þegar ég var búin að vera máluð í þó nokkuð marga klukkutíma. Bætti tvisvar á varalitinn, þó ég hefði alls ekki þurft þess.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um vörurnar sem ég notaði þá hafiði samband hér :)

XX Guðrún


No comments:

Post a Comment