Monday, October 27, 2014

ELIZABETH ARDEN HONEY DROPS



Í dag langar mig að segja ykkur frá Elizabeth Arden Honey drops kreminu..



Ég keypti mér kremið fyrir nokkrum vikum og hef verið að notað það síðan. Áferðin á kreminu er svo mjúk að þið trúið því ekki, það inniheldur alvöru hunang og ilmar af grænu tei. Græna teið hjálpar líka til við að róa húðina. Kremið inniheldur mikinn raka svo það hentar mjög vel fyrir þurra húð, ég til dæmis elska að bera það á kálfanna eftir vax eða rakstur :) Olnbogarnir hafa líka alltaf verið þurrir hjá mér og ég ber alltaf á þá eftir sturtu og þeir hafa skánað helling en þurrkurinn er samt ekki alveg farinn, en ég vona að hann fari með tímanum ef ég held áfram að nota kremið :)
Alltaf þegar ég fer í sturtu skrúbba ég slitin á rassinum og lærunum og ber svo á mig kremið þegar ég er orðin þurr. Núna sjást slitin varla, þau bögga mig allavegana ekki lengur!:)
Ég mun klárlega prufa fleiri vörur úr Green tea línunni í framtíðinni.

Eina sem ég hef út á að setja er að kremið er mjög dýrt á Íslandi, en ef það kemur tax free þá gæti maður keypt það, annars mæli ég með því að panta það á netinu eða kippa því með frá útlöndum :)

Takk fyrir að lesa,

x Guðrún


Monday, October 13, 2014

HUE MAC LIPSTICK



Nýja uppáhaldið mitt frá MAC er varaliturinn Hue. Hann er hinn fullkomni náttúrulegi nude litur sem passar við nánast allar farðanir. Ég nota hann mikið dagsdaglega og líka þegar ég er að fara eitthvað fínt. Blíantarnir á myndinni eru mjög ólíkir en virka samt báðir mjög vel með varalitnum. Þeir verða þó ekki alveg svona dökkir á vörunum sjálfum, sérstaklega Citrus, þú getur náð honum dökkum með því að fara vel ofan í varirnar tvisvar. 



Hip 'n' happy varablíanturinn frá MAC er uppi til hægri og niðri til vinstri en Citrus 07 varablíanturinn frá NYX. Á myndinni niðri til hægri sjáiði varalitinn efst á höndinni og varablíantanna tvo undir, Hip 'n' happy og Citrus.



Hérna er ég með Hue og Hip 'n' happy varablíantinn undir. Eins og þið sjáið þá er liturinn mjög nude og fallega náttúrulegur. Ég mæli með Hue varalitnum ef þið eruð að leita eftir fullkomnum nude lit!

Takk fyrir að lesa
x Guðrún