Thursday, July 24, 2014

FÖRÐUNARBURSTAR


Topp 5 burstar sem þú verður að eignast.


Fyrst er það MAC 150 púðurburstinn. 


Ég nota alltaf bursta í búður, aldrei svamp. Ég man í gamla daga þegar ég var að byrja að mála mig, þá stalst ég alltaf í Kanebo púðrið hjá mömmu og makaði því framan í mig með svampinum sem fylgdi með því.. yuuuk. Mér finnst koma mikið fallegri áferð ef ég nota góðan púðurbursta til að dusta púðrinu yfir andlitið :)


Næsti er MAC 109 skyggingarburstinn.


Ég nota alltaf þennan bursta þegar ég er að skyggja á mér andlitið. Ég nota hann stundum í kinnalit en oftast nota ég hann í bronzer eða sólarpúður. Það er rosalega auðvelt að  blanda með honum og því er hann í uppáhaldi hjá mér :)

Þriðji must have er MAC 224 burstinn.


Ég nota þennan bursta í rosalega mikið, til að highlighta, púðra undir augunum, ég nota hann stundum sem augnskuggabursta og stundum sem hyljarabursta :) Þetta er svona „alt mulight burstinn minn“. Ég gæti ekki verið án hans!

Fjórði er MAC 208 burstinn.


Þennan skáskorna bursta nota ég alltaf á augabrúnirnar. Hann er pínulítill og það fer ótrúlega lítið fyrir honum en guð hvað hann gerir mikið gagn! Ég fór einu sinni í ferðalag og gleymdi honum heima.. ég var næstum búin að snúa við.. ;) hvað gerir maður ekki fyrir útlitið!

Fimmti er MAC 287 burstinn.


Þennan bursta nota ég alltaf til að hylja á mér andlitið, en ég nota hann líka stundum til að highlighta. Lagið á burstanum auðveldar fyrir, t.d. þegar ég er að hylja bauga :) Þessi er líka mjög lítill og nettur en gerir mikið.

Takk fyrir að lesa

x Guðrún

Wednesday, July 23, 2014

NARS HAUL


Ég var í Barcelona um daginn, frábær borg! Gott að komast svona aðeins í sólina þar sem hún er alls ekki að sýna sig hérna heima.. og auðvitað verslaði ég mér helling af snyrtivörum og ákvað að prufa fullt nýtt :) Ég keypti mér nokkra hluti frá NARS, en þær vörur hafa farið eins og eldur um netheimana og sérstaklega hjá youtube bloggerum. Ég ákvað að prufa nokkrar vörur og ég ætla að segja ykkur frá tveimur vörum í þessari færslu.

Þessar tvær vörur eru alger snilld, Lodhi satin lip pencil og Copacabana illuminator. Ég sá varalitinn og sagði strax við afgreiðslumanninn að ég vildi þennan! Áferðin á honum er frábær, auðvelt að setja hann á varirnar og hann er mjög litmikill. Pigmentið er svo sterkt í honum að ég átti bágt með að þrífa hann alveg af ;)

(Lodhi satin lip pencil, Copacabana illuminator)

Fallegur orange bleikrauður, sjúklega flottur og sumarlegur.


Ég set svo illuminatorinn á highlightsvæðin í andlitinu. Mér finnst alltaf fallegt að nota bleiktóna highlightera, þeir falla svo vel að húðinni sem gerir allt makeupið náttúrulegara. Þið sjáið hvað hann er bjartur og fallegur.



Svona er lokalookið, varaliturinn er svo flottur! Ég get ekki beðið eftir að nota hann næst :) Hann er ekki eins og flestir orange rauðtóna litir, heldur er hann mun náttúrulegari. Það birtir svo mikið yfir andlitinu ef maður notar illuminator, kinnbeinin og hin highlightsvæðin verða svo björt og slétt :)



Takk fyrir að lesa,

x Guðrún