Thursday, July 24, 2014

FÖRÐUNARBURSTAR


Topp 5 burstar sem þú verður að eignast.


Fyrst er það MAC 150 púðurburstinn. 


Ég nota alltaf bursta í búður, aldrei svamp. Ég man í gamla daga þegar ég var að byrja að mála mig, þá stalst ég alltaf í Kanebo púðrið hjá mömmu og makaði því framan í mig með svampinum sem fylgdi með því.. yuuuk. Mér finnst koma mikið fallegri áferð ef ég nota góðan púðurbursta til að dusta púðrinu yfir andlitið :)


Næsti er MAC 109 skyggingarburstinn.


Ég nota alltaf þennan bursta þegar ég er að skyggja á mér andlitið. Ég nota hann stundum í kinnalit en oftast nota ég hann í bronzer eða sólarpúður. Það er rosalega auðvelt að  blanda með honum og því er hann í uppáhaldi hjá mér :)

Þriðji must have er MAC 224 burstinn.


Ég nota þennan bursta í rosalega mikið, til að highlighta, púðra undir augunum, ég nota hann stundum sem augnskuggabursta og stundum sem hyljarabursta :) Þetta er svona „alt mulight burstinn minn“. Ég gæti ekki verið án hans!

Fjórði er MAC 208 burstinn.


Þennan skáskorna bursta nota ég alltaf á augabrúnirnar. Hann er pínulítill og það fer ótrúlega lítið fyrir honum en guð hvað hann gerir mikið gagn! Ég fór einu sinni í ferðalag og gleymdi honum heima.. ég var næstum búin að snúa við.. ;) hvað gerir maður ekki fyrir útlitið!

Fimmti er MAC 287 burstinn.


Þennan bursta nota ég alltaf til að hylja á mér andlitið, en ég nota hann líka stundum til að highlighta. Lagið á burstanum auðveldar fyrir, t.d. þegar ég er að hylja bauga :) Þessi er líka mjög lítill og nettur en gerir mikið.

Takk fyrir að lesa

x Guðrún

No comments:

Post a Comment