Wednesday, July 23, 2014

NARS HAUL


Ég var í Barcelona um daginn, frábær borg! Gott að komast svona aðeins í sólina þar sem hún er alls ekki að sýna sig hérna heima.. og auðvitað verslaði ég mér helling af snyrtivörum og ákvað að prufa fullt nýtt :) Ég keypti mér nokkra hluti frá NARS, en þær vörur hafa farið eins og eldur um netheimana og sérstaklega hjá youtube bloggerum. Ég ákvað að prufa nokkrar vörur og ég ætla að segja ykkur frá tveimur vörum í þessari færslu.

Þessar tvær vörur eru alger snilld, Lodhi satin lip pencil og Copacabana illuminator. Ég sá varalitinn og sagði strax við afgreiðslumanninn að ég vildi þennan! Áferðin á honum er frábær, auðvelt að setja hann á varirnar og hann er mjög litmikill. Pigmentið er svo sterkt í honum að ég átti bágt með að þrífa hann alveg af ;)

(Lodhi satin lip pencil, Copacabana illuminator)

Fallegur orange bleikrauður, sjúklega flottur og sumarlegur.


Ég set svo illuminatorinn á highlightsvæðin í andlitinu. Mér finnst alltaf fallegt að nota bleiktóna highlightera, þeir falla svo vel að húðinni sem gerir allt makeupið náttúrulegara. Þið sjáið hvað hann er bjartur og fallegur.



Svona er lokalookið, varaliturinn er svo flottur! Ég get ekki beðið eftir að nota hann næst :) Hann er ekki eins og flestir orange rauðtóna litir, heldur er hann mun náttúrulegari. Það birtir svo mikið yfir andlitinu ef maður notar illuminator, kinnbeinin og hin highlightsvæðin verða svo björt og slétt :)



Takk fyrir að lesa,

x Guðrún


No comments:

Post a Comment