Thursday, June 19, 2014

BROWN EYE

Ég ætla að segja ykkur hvað það er auðvelt að gera smokey eye..


Það sem ég gerði var að setja painterly paint pot frá MAC sem grunn á augnlokin, ég setti það bara rétt upp að augnbeininu, alls ekki lengra.
Síðan setti ég brúnan augnskugga á allt augnlokið og líka á neðri augnháralínuna. Síðan setti ég dökkbrúnan lit yrst á augnlokið og blandaði litunum aðeins saman þannig það kæmi ekki skörp skil á milli þeirra. Síðan langaði mig að pompa aðeins upp lookið þannig ég setti ljósgylltan lit alveg innst í augun eins og þið sjáið á myndinni. Ég notaði hann líka á neðri augnháralínuna  alveg innst. Ég ákvað að nota brúnann eyeliner, en ég setti bara örlítið af honum til þess að gera lookið enn þá flottara. Ég setti hann inn í augnhárin og á efri vatnslínuna þannig að það liti ekki út fyrir að ég væri með eyeliner :)
Það breytir engu máli hvaða augnskugga þið notið, en allir sem ég notaði eru frá MAC.
Alveg í endann setti ég á mig maskara, og fullt af honum eins og þið sjáið hehe :).. og svo hvítann eyeliner á neðri vatnslínuna.

Í sumar er mikið í tísku að vera með dökka orange varaliti. Það sem ég er mest spenntust fyrir er no makeup lookið :) Mála sig eins og maður sé ekki með neitt framan í sér :)

Ég málaði mig svona fyrir David Guetta tónleikana sem ég fór á 16. júní, sjúklega gaman!.. ooog já það var mjög heitt þarna inni svo ég hélt alltaf að allur farðinn væri að leka af mér, en svo var ekki. Þegar ég kom heim var allt á sínum stað nema hvíti eyelinerinn var farinn að hverfa aðeins undir miðja tónleikanna, sem betur fer tók ég hann með mér og gat bætt á mig ;)

Hope you like it!

xx Guðrún



No comments:

Post a Comment