Friday, June 6, 2014

CURRENT FAVORITES


Mig langar að segja ykkur frá mínum uppáhalds vörum í augnablikinu :) Vörurnar eru allar hversdags og eru klárlega einhvað sem allir ættu að næla sér í ;)

Fyrst er það Brow set frá MAC
(Mynd af google)

Þetta er must í sumar! og eiginlega bara alltaf.. Ekkert mál að greiða litnum í augabrúnirnar, fljótlegt og þæginlegt. Þá þarf maður kannski ekki að taka með sér allt augabrúnasettið ef maður er að fara út á land, eða í útilegu :) Augabrúnirnar verða líka fallegar og þéttar eftir á :) Það er líka gel í þessu, þannig hárin haldast uppi og leita ekki niður. Ég skelli þessu oft á mig ef ég er ekki að fara það fínt að ég þurfi að vera að setja upp augabrúnirnar frá byrjun :) Það eru til nokkrir litir af þessu og einnig glært :)

Next up er Studio Sculpt lash maskarinn frá MAC

(Mynd af google)

Þegar ég sá hann fyrst þá hugsaði ég með mér, ég ætla ekki að fá mér þennan því hann er með plastgreiðu, mér líkar yfirleitt ekki við plastgreiðurnar. Mamma mín ákvað að kaupa hann og prufa en ég harðneitaði, síðan prufaði ég hann nokkrum dögum seinna og ómææægood! Hann er klikkaður! Ég tek allt til baka sem ég sagði, ég er líka næstum búin að ræna honum af mömmu hehe ;) Það sem ég elska mest við hann er að það er sjúklega auðvelt og þæginlegt að maskara neðri augnhárin með honum, það koma engar klessur, hann greiðir ótrúlega vel úr augnhárunum en samt gerir þau þétt og flott.

Seinasta það sem ég ætla að sína ykkur eru nýju Patentpolish varalitirnir

(Mynd af google)

Þessir varalitir eru nýjir hjá MAC og koma í mjög mörgun litum. Þeir eru glosskenndir en samt eru þetta varalitir haha.. liturinn er mjög skýr þegar þú ert búin að setja hann á þig og er mjög þykkur í sér. Þeir haldast fáránlega vel á, enn þá betur ef þú setur varaprimer á varirnar á undan. Þeir eru skrúfaðir upp neðan frá og eru bara eintóm þægindi í veskið eða í bílinn, til að grípa til. Varalitir eru líka svo mikið í tísku núna, þú getur eiginlega ekki sleppt því að nota þá í sumar :))

Lengra verður þetta ekki, en ég vona að þið skellið ykkur á einhvað af þessu :) Takk fyrir að lesa!

x Guðrún



No comments:

Post a Comment