Thursday, August 7, 2014

SPURT OG SVARAÐ



Hvenær byrjaðiru að nota snyrtivörur?

Ég byrjaði að nota snyrtivörur í 7. bekk, þá stalst ég í farða hjá mömmu og makaði honum framan í mig áður en ég fór út. Stundum tók ég með mér snyrtivörur í skólann og málaði mig inn á baðherbergi haha. Maskari var í uppáhaldi hjá mér og hann var sko ekki sparaður! :)


Já maður var klárlega skinka!

Uppáhalds snyrtivörur?

Ég verð að segja MAC, ég lærði á þær vörur og þær hafa aldrei svikið mig. Ég elska Estée Lauder og Clinique er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég kynntist nýlega NARS vörunum og þær eru æði :)

Hvaða krem notarðu á húðina þína?

Ég nota Comfort on Call kremið frá Clinique, það er ofnæmisprófað og inniheldur enga lykt. Ég á mjög auðvelt með að verða þurr í húðinni þannig þessi rakabomba er algert kraftaverk fyrir mína húð. Ég nota Aloe Vera All Purpose Cream frá Dr. Melumad á líkamann ef ég er þurr, og sérstaklega á kálfanna þegar ég er búin að raka þá, virkar mjög vel! :)

Málaru þig á hverjum degi?

Alls alls alls ekki.. stundum nenni ég því einfaldlega ekki. Ég mála mig alltaf þegar ég fer einhvað fínt, en ég fer oft ómáluð í skólann og vinnuna.
http://www.glossible.com/what-real-makeup-artists-look-like/ Ég mæli með að lesa þessa grein, mjög skemmtileg :)

Finnst þér betra að nota dýrari vörur heldur en þær ódýru?

Alls ekki, MAC vörurnar eru jú dýrar, en Maybelline vörurnar eru t.d. mjög góðar, ég nota mikið Baby lips varasalvana þeirra, á alla litina hehe :) Sumt er betra í dýrum merkjum og sumt er betra í ódýrum merkjum það er bara þannig :)

Tips fyrir byrjendur?

Passiði húðina ykkar! það er svo mikilvægt ef hún á að haldast góð í framtíðinni. Sólin er alltaf að hafa meiri áhrif á okkur, þannig kaupiði krem með sólarvörn og notiði sólarvörn, sérstaklega ef þið eruð í sterkri sól! Byrjiði rólega, ekki gera eins og ég og kaupa ykkur allt of dökkt meik og labba út með grímu og í guðanna bænum ekki krota í augabrúnirnar ykkar með of dökkum lit. Augabrúnirnar móta andlitið og þær eru alltaf það fyrsta sem ég tek eftir.

Takk kærlega fyrir að lesa

x Guðrún