Saturday, February 15, 2014

ROCKABILLY VALENTINE'S DAY




Í gær var Valentine's day, og ég fór í smá partý til vinkonu minnar. Mig langaði svo að gera einhvað öðruvísi en venjulega, mig langaði ekki að vera með rauðar varir og ljósan augnskugga eins og ég hef vanalega gert á Valentínus, þannig ég ákvað að skella mér aftur í tímann og smellti mér í rockabilly outfit í tilefni dagsins. Já ég veit mjög óvenjulegt en kom mjög skemmtilega út.

Ég notaði brúna eyelinerinn dipdown frá MAC á augnlokin og svartann maskara. Mér finnst gaman að nota mismunandi liti á eyelinerum og brúnn gefur ótrúlega fallega slétta og náttúrulega áferð, öðruvísi en svartur gerir, en báðir eru mjög flottir.
Varaliturinn sem ég er með heitir Silly(limited) frá MAC, ég keypti hann í MAC í Århus þegar ég fór til Danmerkur seinasta sumar. Ég kom eiginlega bara með snyrtivörur heim, en það er önnur saga ;) Ég keypti líka varablíant í stíl við varalitinn en hann heitir líka Silly. Ég þurfti einu sinni að bæta á mig varalit um kvöldið/nóttina, hann var á mér í sex klukkutíma, þanga til ég þreif hann af, hann hélst svo vel á!

Það munar ótrúlega miklu að nota primera þegar þú farðar þig, ég nota alltaf primer áður en ég set meik á mig, varalit, eða augnskugga.. alltaf alltaf alltaf! Farðinn helst mun betur á andlitinu. Þetta er eins og lím! Stundum á ég bágt með að þrífa af mér varalitinn hehe. En það er bara betra! Þýðir að varan virkar ;)


Smá svona krúttó mynd af mér og Söndru vinkonu síðan í gær. Gott partý!






Í tilefni gærdagsins ;) .. hihi


LOVE.. Guðrún

Tuesday, February 11, 2014

UPPÁHALDS VARALITIRNIR MÍNIR



Þetta eru uppáhalds varalitirnir mínir í augnablikinu. Ég er mikið fyrir dökka liti, ég er með varir í stærri kantinum og brún augu þannig dökkir litir passa mér mjög vel. En ég er líka alveg fyrir ljósa liti. Þessir varalitir eru allir frá MAC. Ég kaupi mér oftast varaliti frá MAC því mér finnst þeir hafa mesta úrvalið af litum og týpum. Svo er alltaf gaman að næla sér í limited varaliti frá þeim :)

Frá vinstri: Bad Girl RiRi(limited), brúnn og mattur. Devil's Food(limited) er mjúkur glans fjólubrúnn litur, klikkaður(limited)! Nicki Minaj viva glam 1 ljós bleikur og mattur, þennan nota ég mjög mikið. Svo auðvitað er það uppáhalds rauði varaliturinn minn lady Danger hann er mattur og ég elska hann svooo mikið, ég nota hann allavega einu sinni yfir jólin. Næst seinasti er Angel, hann er mjúkur ljósbleikur litur, hentar öllum. Ég borða hann næstum því! hann er svo flottur, ég nota hann oft dagsdaglega! Seinasti er svo Firm Form(limited), hann er mattur glimmersvartur litur, mér finnst ótrúlega flott að setja fjólubláan varablíant á varirnar fyrst til að poppa aðeins upp varirnar. Nightmoth varablíanturinn frá MAC er í algjöru uppáhaldi hjá mér. 

Hérna er Nightmoth varablíanturinn


Hérna er svo facebookið mitt ef það eru einhverjar spurningar :)

Njótið

Monday, February 3, 2014

ESTÉE LAUDER CLEANSER



Fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði að mála mig notaði ég alltaf bláa Nivea maskarahreinsinn, bæði af því að hann er ódýr og ég pældi einfaldlega ekkert í öðrum hreinsum. Margoft labbaði ég fram hjá dýru deildinni, jújú ég pældi stundum í hvort ég ætti ekki að splæsa í einn augna- og andlitshreinsi, en gerði það aldrei. Núna fyrir nokkrum mánuðum prufaði ég ljósblágræna Gentle Eye And Lip Longwear Makeup Remover frá Estée Lauder. Hann er alger snilld! Mig sveið alltaf svo mikið í augun á að nota þennan frá Nivea, en ég held að það sé samt persónubundið, hvort manni svíði eða ekki. Ég setti allavega Nivea hreinsinn til hliðar og byrjaði að nota Estée hreinsinn.





Annars vil ég segja ykkur frá tveimur hreinsum frá Estée sem mér finnst ótrúlega sniðugir.




Take It Away Makeup Remover Lotion. Þessi hreinsir er mjög auðveldur í meðhöndlun, setur nokkra dropa í lófann, nuddar saman og berð hreinsinn í þurrt andlitið, hreinsar svo í burtu með vatni, bómull eða þurrku. Húðin verður sjúklega mjúk, og það er mjög gott að setja krem á húðina eftir á. Hreinsirinn fjarlægir allan farða af andlitinu, bæði longwear og vatnsheldann. Hann hentar fyrir allar húðgerðir.




Perfectly Clean Triple-Action er bæði andlitsvatn, húðhreinsir og farðahreinsir. Ég kalla þetta letingjann því þetta er fullkominn hreinsir til að grípa í ef þú ert að flíta þér, ferðast með, og klárlega nota dags daglega. Þetta er rosalega léttur og ferskur hreinsir, hann byrjar strax að vinna á húðinni við snertingu. Þegar ég prufaði hann fyrst þá má segja að farðinn hafi "bráðnað" úr andlitinu á mér! Þetta var ótrúlega skrýtið hvernig hann virkaði, en hann svínvirkaði! Húðin var ótrúlega mjúk eftir á og ég tók líka eftir hvað húðin mín komst í mikið jafnvægi eftir nokkra daga notkun.



Estée Lauder er klárlega eitt af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum í dag! Ég hef heyrt sumstaðar "Estée Lauder er bara ömmumerki", ég var líka á því áður en ég kynntist vörunum, en ég er klárlega búin að breyta þeirri skoðun, en auðvitað selur Estée krem fyrir eldri konur, öll merki gera það í dag.


Guðrún 

Saturday, February 1, 2014

KÓKOSOLÍA


Kókosolía er vara sem ég gæti ekki lifað án! Ég uppgötvaði hana fyrst fyrir þremur árum, ég hafði oft séð hana, en pældi ekkert í notagildinu.Ég nota hana á allan líkamann, í hárið sem djúpnæringu, í andlitið þegar ég plokka eða vaxa mig og jafnvel þegar ég er að vaxa eða raka lappirnar. Síðar er kókoskjúklingur sælgæti! Ég held samt að flestir viti hvað olían getur gert fyrir mann, en ég ákvað samt að skella því hérna inn.
Stundum tek ég olíuna, maka henni í andlitið á mér og horfi á þátt eða bíómynd. Betra en feitt og djúpnærandi krem. 

Þanga til næst...

Guðrún


My current favorite

Mitt uppáhalds


Frá vinstri: MAC strobe kremið er vítamínbomba og fullt andoxunarefnum, þú getur sett það í allt andlitið, en ég set það bara á highlightsvæðin. Það kemur mjög falleg perluáferð á húðina.

MAC fix+ er fullt af vítamínum og steinefnum ásamt grænu tei. Hægt að nota í andlitið og hárið, þetta er vara sem ég nota um fjórum sinnum á dag.

MAC pro eye makeup remover er uppáhalds hreinsirinn minn. Hann er olíu laus svo mig svíður aldrei í augun þegar ég nota hann. Ef ég er að nota eyeliner og hann fer úrskeiðis þá nota ég fjólubláa vökvann til að leiðrétta, og linerinn lekur ekkert til.

MAC green gel hreinsir ég nota þennan þrisvar í viku í sturtunni. Ég blanda einum dropa við vatn og vinn gelið saman í höndunum og nudda húðina og skola svo með vatni. Inniheldur enga sápu. 

QLINIQUE comfort on call er uppáhalds dagkremið mitt, ég prufaði það fyrst í lok nóvember 2013 og hef verið hútt síðan. Það er frekar þykkt, en gefur silkimjúka áferð. Ég kalla þetta vetrarkrem, enda hurfu þurrkublettirnir mínir á innan við viku! Talandi um life saver!

MAC set powder er laust matt púður. Setur farðann betur og kemur í veg fyrir að hann leki til. Ég nota hann bara á svæðin í andlitinu sem ég vil hafa mött.

Sóley glóey andlitsskrúbburinn er ótrúlegur! Ég nota hann einu sinni í viku. Skrúbburinn frjarlægir dauðar húðfrumur eins og flestir skrúbbar gera, en þessi skrúbbur inniheldur minntu sem er mjög sótthreinsandi. Þetta er einn af mínum uppáhalds!

MAC bad girl riri er nýji uppáhalds varaliturinn minn, ljósbrúnn og mattur, sjúklega flottur!

Dolce & gabbana intense er uppáhalds ylmvatnið mitt í augnablikinu. Ég fann þessa lykt, spreyjaði henni á mig og keypti hana, ég er ekki vön að gera það, en þessi er sjúk!

Prep + prime transparent finishing powder er mjög líkt set púðrinu nema þetta er með aðeins meira glansi í, sem sagt ekki alveg matt. Gefur silkiáferð en hjálpar samt farðanum að setjast betur í húðina.

MAC Genuine treasure paint pot er mitt uppáhalds fyrir smokey eða dökka skyggingu. Brúngyllt með smá glansi í, kemur ótrúlega flott út á augnlokinu!

MAC Studio conceal and correct palette bestu hyljarar sem ég hef prófað! Þetta er eins og strokleður, ég nota bleika litinn á bláa svæðið undir augunum og gula ofan á augnlokið því ég er með litlar rauðar æðar þar sem ég þoli ekki.


Varaliturinn, hann virðist vera svolítið rauður, en hann er miklu brúnni þegar hann er kominn á varirnar.


Paint pottið! Sjúklega flott!!


Ef þið viljið spyrja að einhverju í sambandi við þessa færslu eða hvað sem er þá getiði haft samband í gegnum facebookið mitt


Love Guðrún