Saturday, February 1, 2014

My current favorite

Mitt uppáhalds


Frá vinstri: MAC strobe kremið er vítamínbomba og fullt andoxunarefnum, þú getur sett það í allt andlitið, en ég set það bara á highlightsvæðin. Það kemur mjög falleg perluáferð á húðina.

MAC fix+ er fullt af vítamínum og steinefnum ásamt grænu tei. Hægt að nota í andlitið og hárið, þetta er vara sem ég nota um fjórum sinnum á dag.

MAC pro eye makeup remover er uppáhalds hreinsirinn minn. Hann er olíu laus svo mig svíður aldrei í augun þegar ég nota hann. Ef ég er að nota eyeliner og hann fer úrskeiðis þá nota ég fjólubláa vökvann til að leiðrétta, og linerinn lekur ekkert til.

MAC green gel hreinsir ég nota þennan þrisvar í viku í sturtunni. Ég blanda einum dropa við vatn og vinn gelið saman í höndunum og nudda húðina og skola svo með vatni. Inniheldur enga sápu. 

QLINIQUE comfort on call er uppáhalds dagkremið mitt, ég prufaði það fyrst í lok nóvember 2013 og hef verið hútt síðan. Það er frekar þykkt, en gefur silkimjúka áferð. Ég kalla þetta vetrarkrem, enda hurfu þurrkublettirnir mínir á innan við viku! Talandi um life saver!

MAC set powder er laust matt púður. Setur farðann betur og kemur í veg fyrir að hann leki til. Ég nota hann bara á svæðin í andlitinu sem ég vil hafa mött.

Sóley glóey andlitsskrúbburinn er ótrúlegur! Ég nota hann einu sinni í viku. Skrúbburinn frjarlægir dauðar húðfrumur eins og flestir skrúbbar gera, en þessi skrúbbur inniheldur minntu sem er mjög sótthreinsandi. Þetta er einn af mínum uppáhalds!

MAC bad girl riri er nýji uppáhalds varaliturinn minn, ljósbrúnn og mattur, sjúklega flottur!

Dolce & gabbana intense er uppáhalds ylmvatnið mitt í augnablikinu. Ég fann þessa lykt, spreyjaði henni á mig og keypti hana, ég er ekki vön að gera það, en þessi er sjúk!

Prep + prime transparent finishing powder er mjög líkt set púðrinu nema þetta er með aðeins meira glansi í, sem sagt ekki alveg matt. Gefur silkiáferð en hjálpar samt farðanum að setjast betur í húðina.

MAC Genuine treasure paint pot er mitt uppáhalds fyrir smokey eða dökka skyggingu. Brúngyllt með smá glansi í, kemur ótrúlega flott út á augnlokinu!

MAC Studio conceal and correct palette bestu hyljarar sem ég hef prófað! Þetta er eins og strokleður, ég nota bleika litinn á bláa svæðið undir augunum og gula ofan á augnlokið því ég er með litlar rauðar æðar þar sem ég þoli ekki.


Varaliturinn, hann virðist vera svolítið rauður, en hann er miklu brúnni þegar hann er kominn á varirnar.


Paint pottið! Sjúklega flott!!


Ef þið viljið spyrja að einhverju í sambandi við þessa færslu eða hvað sem er þá getiði haft samband í gegnum facebookið mitt


Love Guðrún


No comments:

Post a Comment