Saturday, February 15, 2014

ROCKABILLY VALENTINE'S DAY




Í gær var Valentine's day, og ég fór í smá partý til vinkonu minnar. Mig langaði svo að gera einhvað öðruvísi en venjulega, mig langaði ekki að vera með rauðar varir og ljósan augnskugga eins og ég hef vanalega gert á Valentínus, þannig ég ákvað að skella mér aftur í tímann og smellti mér í rockabilly outfit í tilefni dagsins. Já ég veit mjög óvenjulegt en kom mjög skemmtilega út.

Ég notaði brúna eyelinerinn dipdown frá MAC á augnlokin og svartann maskara. Mér finnst gaman að nota mismunandi liti á eyelinerum og brúnn gefur ótrúlega fallega slétta og náttúrulega áferð, öðruvísi en svartur gerir, en báðir eru mjög flottir.
Varaliturinn sem ég er með heitir Silly(limited) frá MAC, ég keypti hann í MAC í Århus þegar ég fór til Danmerkur seinasta sumar. Ég kom eiginlega bara með snyrtivörur heim, en það er önnur saga ;) Ég keypti líka varablíant í stíl við varalitinn en hann heitir líka Silly. Ég þurfti einu sinni að bæta á mig varalit um kvöldið/nóttina, hann var á mér í sex klukkutíma, þanga til ég þreif hann af, hann hélst svo vel á!

Það munar ótrúlega miklu að nota primera þegar þú farðar þig, ég nota alltaf primer áður en ég set meik á mig, varalit, eða augnskugga.. alltaf alltaf alltaf! Farðinn helst mun betur á andlitinu. Þetta er eins og lím! Stundum á ég bágt með að þrífa af mér varalitinn hehe. En það er bara betra! Þýðir að varan virkar ;)


Smá svona krúttó mynd af mér og Söndru vinkonu síðan í gær. Gott partý!






Í tilefni gærdagsins ;) .. hihi


LOVE.. Guðrún

No comments:

Post a Comment