Saturday, March 1, 2014

REAL TEQHNIQUES BRUSHES



Nýju Real Techniques burstarnir voru bara að koma í búðir í dag, og auðvitað nældi ég mér í þessa demanta! Mér finnst þessir burstar frábærir, miðað við að það eru ekki alvöru hár í þeim og... þeir fara ekkert úr hárum sem mér finnst risastór plús! Ég prufaði þá í dag og þeir eru æðislegir.

Retractable Bronzer Brush

Þennan bursta er hægt að nota í ótrúlega margt, meik, púður og bronzer. Hann er svo mjúkur að þið trúið því ekki! Mér finnst hann geðveikur í púðurvörur. Hann er mjög þykkur og er því mjög auðvelt að vinna með hann.


Retractable Kabuki Brush

Þessi gersemi! Mjög auðvelt að vinna með hann, ótrúlega mjúkur! Ég nota þennan t.d. í kinnalit og sólarpúður. Ég prufaði að nota svona "skábusta" í meik og það kom betur út en ég hélt! Það er svo gaman að prufa sig áfram og gera nýja hluti :)

Silicone Liner Brush

Númer eitt, tvö og þrjú! Sílíkon eyeliner busti! Já, og hann virkar! Þennan prufaði ég áðan og vá vá vá! Það er svo þæginlegt að þrífa hann, bara smá burstahreinsir og allur eyelinerinn fer af strax! Algert must have fyrir ykkur eyelinerdömurnar.

Retractable Lip Brush

Fallegi bleiki varalitaburstinn, mjög þæginlegur og þéttur í sér. Mér finnst betra að fylla út í varirnar með varalit með honum heldur en stuttum bursta.



Miracle Complexion Sponge

Ég er ekki mikið fyrir svampa, hef aldrei verið það. En ég get ekki beðið eftir að prufa þennan. Hann fær mjög góða dóma og fer eins og heitar lummur um netheiminn. Ég gat ekki náð höndum yfir hann í dag þar sem hann kom ekki með sendingunni. Kemur eftir tvær vikur! :)


Það er lok á öllum burstunum nema eyeliner burstanum, svo það er hægt að loka þeim mjög auðveldlega. Það er líka mjög auðvelt að þrífa sílíkonið á eyeliner burstanum. Þeir eru fullkomnir í snyrtibudduna, til að laga sig aðeins um kvöldið eða jafnvel í ferðalagið ;) Það er svo leiðinlegt að vera með lausa bursta í snyrtibuddunni og síðan smitast kannski einhvað í burstana, þess vegna er frábært að þessir séu með loki! Umbúðirnar eru svo fallegar og allir burstarnir svo mjúkir. Ég vona að þið nælið ykkur í þessa demanta og njótið í botn :)

xx Guðrún



No comments:

Post a Comment