Monday, February 3, 2014

ESTÉE LAUDER CLEANSER



Fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði að mála mig notaði ég alltaf bláa Nivea maskarahreinsinn, bæði af því að hann er ódýr og ég pældi einfaldlega ekkert í öðrum hreinsum. Margoft labbaði ég fram hjá dýru deildinni, jújú ég pældi stundum í hvort ég ætti ekki að splæsa í einn augna- og andlitshreinsi, en gerði það aldrei. Núna fyrir nokkrum mánuðum prufaði ég ljósblágræna Gentle Eye And Lip Longwear Makeup Remover frá Estée Lauder. Hann er alger snilld! Mig sveið alltaf svo mikið í augun á að nota þennan frá Nivea, en ég held að það sé samt persónubundið, hvort manni svíði eða ekki. Ég setti allavega Nivea hreinsinn til hliðar og byrjaði að nota Estée hreinsinn.





Annars vil ég segja ykkur frá tveimur hreinsum frá Estée sem mér finnst ótrúlega sniðugir.




Take It Away Makeup Remover Lotion. Þessi hreinsir er mjög auðveldur í meðhöndlun, setur nokkra dropa í lófann, nuddar saman og berð hreinsinn í þurrt andlitið, hreinsar svo í burtu með vatni, bómull eða þurrku. Húðin verður sjúklega mjúk, og það er mjög gott að setja krem á húðina eftir á. Hreinsirinn fjarlægir allan farða af andlitinu, bæði longwear og vatnsheldann. Hann hentar fyrir allar húðgerðir.




Perfectly Clean Triple-Action er bæði andlitsvatn, húðhreinsir og farðahreinsir. Ég kalla þetta letingjann því þetta er fullkominn hreinsir til að grípa í ef þú ert að flíta þér, ferðast með, og klárlega nota dags daglega. Þetta er rosalega léttur og ferskur hreinsir, hann byrjar strax að vinna á húðinni við snertingu. Þegar ég prufaði hann fyrst þá má segja að farðinn hafi "bráðnað" úr andlitinu á mér! Þetta var ótrúlega skrýtið hvernig hann virkaði, en hann svínvirkaði! Húðin var ótrúlega mjúk eftir á og ég tók líka eftir hvað húðin mín komst í mikið jafnvægi eftir nokkra daga notkun.



Estée Lauder er klárlega eitt af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum í dag! Ég hef heyrt sumstaðar "Estée Lauder er bara ömmumerki", ég var líka á því áður en ég kynntist vörunum, en ég er klárlega búin að breyta þeirri skoðun, en auðvitað selur Estée krem fyrir eldri konur, öll merki gera það í dag.


Guðrún 

No comments:

Post a Comment