Sunday, March 16, 2014

ÞAÐ STYTTIST Í SUMARIÐ


Svolítið langt síðan síðast, það er búið að vera brjálað að gera hjá mér útaf þessu verkfalli.. en loksins hef ég tíma jei!
Ég keypti mér nýja græna limited eyelinerinn Sassy Moss frá MAC. Ég prufaði hann mikið um helgina hehe og ómæómæ! hann er sjúkur!! Það er mikið um liti í sumar, ég er svolítið búin að fylgjast með og áberandi litir eru að koma svolítið sterkt inn. Ég er búin að rekast mikið á varalitinn Morange frá MAC upp á síðkastið á netinu, hann er alltaf að verða meira vinsælli. Ég nota Morange mikið en hann er alveg appelsínugulur, mikið uppáhald hjá mér þessa dagana. 


Afsakið myndgæðin, flassið ekki alveg að gera sig.- Augun skyggði ég með létt brúntónuðum litum og setti síðan eyelinerinn yfir.

Þið sjáið að hann er mjög áberandi, en hann er líka ótrúlega fallegur! Ég ætla að setja bráðlega inn betri mynd af honum á mér, þá getiði séð dýrðina betur!

Í sumar er mikið um fallega og bjarta húð. Face and Body meikið frá MAC er mitt uppáhalds meik á sumrin! það er svo létt, en þú getur líka byggt það upp með því að setja aðra umferð. Passa bara að taka ekki allt of dökkann lit, en mér finnst allt í lagi að nota einum tón fyrir ofan þó svo að ég geri það ekki oft. Fer algerlega eftir árstíðum. Ég nota C1 í Face and Body en ég get alveg notað C2. (Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað C og N er þá er C fyrir gultóna húð en N er fyrir rauðtóna húð.) 

Síðan finnst mér alltaf fallegt að nota ljósan kinnalit á sumrin :)


Það gerir svo mikið að vera með varalit!

Mig langar að bjóða ykkur að vera með í leiknum mínum á facebook. Smá gjafaleikur, eina sem þið þurfið að gera er að líka við facebook síðuna og deila þessari mynd. Ég dreg út þegar ég er komin með 100 like á síðuna, sá sem ég dreg út fær Color Love primerinn frá Framesi.

Muniði svo að fara að nota sólarvörn, það er mikilvægast! Ég nota krem með sólarvörn á sumrin og líka á veturna. Clinique Superdefense kremið er með spf 25, ég nota það mikið á móti Qlinique Comfort on Call. 

XXXXX Guðrún





No comments:

Post a Comment