Tuesday, April 22, 2014

MY HAIR PRODUCTS


Hola! Mig langar að segja ykkur frá sjampóinu og hárnæringunni sem ég er að nota. Báðar vörurnar eru frá Framesi. Hárnæringin heitir Argan Mask og er djúpnæring í þykkari kantinum. Hún er ekki lauflétt eins og venjuleg hárnæring. Ég set hana í endana á hárinu og þeir verða silkimjúkir. Endarnir mínir voru frekar þurrir áður en ég byrjaði að nota næringuna, en þeir löguðust eftir nokkur skipti! Næringin inniheldur Argan-olíu, C-vítamín, amínó-sýru en þær næra hárið sérstaklega vel! Það er hitavörn í næringunni sem gerir hárið sterkara og fylltara, en þá tekur hárið betur á móti hita s.s hárblásara, sléttujárni og fl.

(Mynd af google, Argan Mask)

Sjampóið heitir Energy blueberry/High Potency. Það styrkir og örvar hársvörðinn og það er líka mjög milt. Sjampóið er fullt af bláberjum sem innihalda mikið af andoxunarefnum. Það hjálpar mér mikið því ég er með svakalegt hárlos, ég var líka með mikla flösu áður en ég byrjaði að nota það og hún er horfin ;) Stundum klæjaði mig ótrúlega en kláðinn er alveg horfinn. Mér finnst sjampóið vernda betur litinn í hárinu á mér, hann dofnar ekki eins fljótt og bara hjálpar helling haha! :)

(Mynd af google, High Potency)


Eitt af uppáhalds sléttuefnunum mínum er I.D. Hair Force. Þetta er alger snilld, gefur hárinu náttúrulegan ljóma og lagar leiðinlegan úfa. Sléttir í leiðinni, mýkir það og gefur ótrúlega fallegan gljáa :) Það sem mér finnst þæginlegt við umbúðirnar er að þær eru lágar og því er mjög auðvelt að ferðast með það :) Þetta er einhvað sem þið verðið að næla ykkur í ef þið viljið minnka notkunina á sléttujárninu ykkar.

(Mynd af google, I.D. Hair Force)

Allar vörurnar frá Framesi fást á Hár og Smink stofunni í Hlíðasmára 17, Kópavogi.

xx Guðrún


No comments:

Post a Comment