Thursday, December 4, 2014

ALL I WANT FOR CHRISTMAS IS...


ALL I WANT FOR CHRISTMAS IS...

Þetta er minn jólagjafalisti í ár. Mig langar auðvitað í fullt af öðrum hlutum en mest langar mig í þessa. Það sem mig langar mest í af öllu þessu er Clinique hreinsi burstinn. Það sem ég hef heyrt um burstann er að rafhlaðan endist mjög vel og að hann færir húðhreinsun upp á næsta level. Þið sjáið á myndinni að það eru græn hár efst í burstanum en þau eru fyrir T-svæðið í andlitinu, það finnst mér vera mikill plús þar sem T-svæðið er oft mjög feitt og bólur eiga það til að myndast á því. Burstinn kostar um 18.000 kr og fæst í snyrtivörudeildinni í Hagkaup.
Mig dauðlangar í Daniel Wellington úr með brúnni leðuról. Þau eru ekki það dýr, en ég bar þau saman við Michael Kors úrin og ég verð bara að segja að mér finnst Wellington úrin mun fallegri! Þau fást t.d. í Úr og Gull í Hafnarfirði.
Sign er án efa með fallegustu skartgripina á Íslandi! Það sem ég elska við Sign er að verðið er ekki uppsprengt. Skartgripirnir eru fáránlega fallegir, ég vona svo innilega að ég fái eitthvað skart frá þeim í jólagjöf. Þið getið skoðað úrvalið hér.
Það sem ég elska Daisy ilmvötnin frá Marc Jacobs! Mig langar í Sunshine ilmvatnið en lyktin er mild og góð, það er klárlega meiri sumarfýlingur í ilmnum en ég er mun meira fyrir létta og sumarlega ilmi heldur en þunga. Ilmurinn fæst í snyrtivörudeildinni í Hagkaup.
Núna er ég á fullu í ræktinni og mig vantar einhver góð headphone svo ég setti Beats solo by dr. Dre á listann. Mig langar í svört eða grá. Systir mín á blá og hljóðið í þeim er sjúkt! Headphonin eru nýlega komin í sölu hjá Epli í Smáralind, þau eru frekar dýr eða á 37.990 kr en eru klárlega þess virði!
Þessir skór eru frá Bullboxer, vandaðir skór á góðu verði eða 18.995 kr. Mér finnst þetta verð vera mjög ásættanlegt miðað við gæðin. Ég elska GS skóbúðina en ég keypti mér Again & Again skó þar um daginn fyrir útskriftina mína. Þið getið skoðað síðuna þeirra á facebook hér.
Síðast en ekki síst langar mig í naglalökk frá OPI. Þetta eru uppáhalds naglalökkin mín og ástæðan er sú að þau eru endingargóð, litirnir eru í miklu úrvali og naglalakkaburstinn sjálfur eru svo þæginlegur að vinna með. Ég er mjög skotin í Nordic línunni og Gwen Stefani hátíðarlökkunum. Lökkin fást í Hagkaup, Makeover Snyrtistofu Hafnarfirði og Lipurtá Hafnarfirði.

Takk fyrir að lesa og gleðilegan desember!
x Guðrún




No comments:

Post a Comment