Thursday, January 8, 2015

2014 FAVORITES


Frá vinstri til hægri- Framesi Color Lover Primer- MAC Fluidline eyeliner Dipdown- MAC Lipstick Hue- Smashbox Photo Finish Color Correcting- MAC Strobe Cream- OPI Nail Envy- MAC brow set Beguile- MAC Brush 159.

MAC Fluidline eyeliner Dipdown- MAC brow set Beguile- MAC Lipstick Hue.

Halló halló, núna er rúmlega mánuður síðan ég bloggaði. Ég kláraði seinustu önnina mína í Flensborg í desember og núna er ég útskrifuð jeeiii! :) Allavegana mig langar að segja ykkur frá mínum uppáhalds vörum á árinu 2014.


Ég ætla ekki að skrifa mikið því ég hef talað um þessar vörur í öðrum færslum hér á blogginu.
Ég nota Color Lover Primerinn á hverjum degi í blautt hárið eftir sturtu. Þið getið lesið meira um hann hér.
Þá er það eyelinerinn í litnum dipdown, en hann er æðislega mjúkur og passar vel við alla augnliti. Ég hef notað þennan mikið yfir árið og hann mun klárlega vera í uppáhaldi hjá mér áfram.
Uppáhalds varaliturinn minn er Hue, hann er nude ljósbleikur. Ég notaði hann mikið dagsdaglega og spari.
Græni Smashbox primerinn er gull í túpu. Ég nota hann undir farða en hann dregur úr roða og jafnar húðlitinn.
Strobe Cream-ið frá MAC er algert æði. Ég set það á allt andlitið eða stundum á highlight svæðin og það gefur húðinni æðislegan ljóma.
OPI Nail Envy-ið er minn uppáhalds naglastyrkir. Ég hef prufað þá marga og enginn virkar eins vel og þessi.
Brow set í litnum Beguile er uppáhalds augabrúnagelið mitt, liturinn er fallega brúnn og passar augabrúnunum mínum mjög vel. Ég nota það oft eitt og sér ef ég nenni ekki að hafa mig til :)
Síðasti hluturinn sem ég notaði mest á árinu 2014 var MAC 159 burstinn. Ég keypti hann í Barcelona í sumar og ég hef ekki látið hann vera síðan! Hann er fullkominn í highlight, hyljara og púður. Hárin eru svo mjúk og hann er svo lítill og nettur og ég bara elska elska elska hann! 

Takk kærlega fyrir að lesa

Love Guðrún


Thursday, December 4, 2014

ALL I WANT FOR CHRISTMAS IS...


ALL I WANT FOR CHRISTMAS IS...

Þetta er minn jólagjafalisti í ár. Mig langar auðvitað í fullt af öðrum hlutum en mest langar mig í þessa. Það sem mig langar mest í af öllu þessu er Clinique hreinsi burstinn. Það sem ég hef heyrt um burstann er að rafhlaðan endist mjög vel og að hann færir húðhreinsun upp á næsta level. Þið sjáið á myndinni að það eru græn hár efst í burstanum en þau eru fyrir T-svæðið í andlitinu, það finnst mér vera mikill plús þar sem T-svæðið er oft mjög feitt og bólur eiga það til að myndast á því. Burstinn kostar um 18.000 kr og fæst í snyrtivörudeildinni í Hagkaup.
Mig dauðlangar í Daniel Wellington úr með brúnni leðuról. Þau eru ekki það dýr, en ég bar þau saman við Michael Kors úrin og ég verð bara að segja að mér finnst Wellington úrin mun fallegri! Þau fást t.d. í Úr og Gull í Hafnarfirði.
Sign er án efa með fallegustu skartgripina á Íslandi! Það sem ég elska við Sign er að verðið er ekki uppsprengt. Skartgripirnir eru fáránlega fallegir, ég vona svo innilega að ég fái eitthvað skart frá þeim í jólagjöf. Þið getið skoðað úrvalið hér.
Það sem ég elska Daisy ilmvötnin frá Marc Jacobs! Mig langar í Sunshine ilmvatnið en lyktin er mild og góð, það er klárlega meiri sumarfýlingur í ilmnum en ég er mun meira fyrir létta og sumarlega ilmi heldur en þunga. Ilmurinn fæst í snyrtivörudeildinni í Hagkaup.
Núna er ég á fullu í ræktinni og mig vantar einhver góð headphone svo ég setti Beats solo by dr. Dre á listann. Mig langar í svört eða grá. Systir mín á blá og hljóðið í þeim er sjúkt! Headphonin eru nýlega komin í sölu hjá Epli í Smáralind, þau eru frekar dýr eða á 37.990 kr en eru klárlega þess virði!
Þessir skór eru frá Bullboxer, vandaðir skór á góðu verði eða 18.995 kr. Mér finnst þetta verð vera mjög ásættanlegt miðað við gæðin. Ég elska GS skóbúðina en ég keypti mér Again & Again skó þar um daginn fyrir útskriftina mína. Þið getið skoðað síðuna þeirra á facebook hér.
Síðast en ekki síst langar mig í naglalökk frá OPI. Þetta eru uppáhalds naglalökkin mín og ástæðan er sú að þau eru endingargóð, litirnir eru í miklu úrvali og naglalakkaburstinn sjálfur eru svo þæginlegur að vinna með. Ég er mjög skotin í Nordic línunni og Gwen Stefani hátíðarlökkunum. Lökkin fást í Hagkaup, Makeover Snyrtistofu Hafnarfirði og Lipurtá Hafnarfirði.

Takk fyrir að lesa og gleðilegan desember!
x Guðrún




Monday, October 27, 2014

ELIZABETH ARDEN HONEY DROPS



Í dag langar mig að segja ykkur frá Elizabeth Arden Honey drops kreminu..



Ég keypti mér kremið fyrir nokkrum vikum og hef verið að notað það síðan. Áferðin á kreminu er svo mjúk að þið trúið því ekki, það inniheldur alvöru hunang og ilmar af grænu tei. Græna teið hjálpar líka til við að róa húðina. Kremið inniheldur mikinn raka svo það hentar mjög vel fyrir þurra húð, ég til dæmis elska að bera það á kálfanna eftir vax eða rakstur :) Olnbogarnir hafa líka alltaf verið þurrir hjá mér og ég ber alltaf á þá eftir sturtu og þeir hafa skánað helling en þurrkurinn er samt ekki alveg farinn, en ég vona að hann fari með tímanum ef ég held áfram að nota kremið :)
Alltaf þegar ég fer í sturtu skrúbba ég slitin á rassinum og lærunum og ber svo á mig kremið þegar ég er orðin þurr. Núna sjást slitin varla, þau bögga mig allavegana ekki lengur!:)
Ég mun klárlega prufa fleiri vörur úr Green tea línunni í framtíðinni.

Eina sem ég hef út á að setja er að kremið er mjög dýrt á Íslandi, en ef það kemur tax free þá gæti maður keypt það, annars mæli ég með því að panta það á netinu eða kippa því með frá útlöndum :)

Takk fyrir að lesa,

x Guðrún


Monday, October 13, 2014

HUE MAC LIPSTICK



Nýja uppáhaldið mitt frá MAC er varaliturinn Hue. Hann er hinn fullkomni náttúrulegi nude litur sem passar við nánast allar farðanir. Ég nota hann mikið dagsdaglega og líka þegar ég er að fara eitthvað fínt. Blíantarnir á myndinni eru mjög ólíkir en virka samt báðir mjög vel með varalitnum. Þeir verða þó ekki alveg svona dökkir á vörunum sjálfum, sérstaklega Citrus, þú getur náð honum dökkum með því að fara vel ofan í varirnar tvisvar. 



Hip 'n' happy varablíanturinn frá MAC er uppi til hægri og niðri til vinstri en Citrus 07 varablíanturinn frá NYX. Á myndinni niðri til hægri sjáiði varalitinn efst á höndinni og varablíantanna tvo undir, Hip 'n' happy og Citrus.



Hérna er ég með Hue og Hip 'n' happy varablíantinn undir. Eins og þið sjáið þá er liturinn mjög nude og fallega náttúrulegur. Ég mæli með Hue varalitnum ef þið eruð að leita eftir fullkomnum nude lit!

Takk fyrir að lesa
x Guðrún


Thursday, August 7, 2014

SPURT OG SVARAÐ



Hvenær byrjaðiru að nota snyrtivörur?

Ég byrjaði að nota snyrtivörur í 7. bekk, þá stalst ég í farða hjá mömmu og makaði honum framan í mig áður en ég fór út. Stundum tók ég með mér snyrtivörur í skólann og málaði mig inn á baðherbergi haha. Maskari var í uppáhaldi hjá mér og hann var sko ekki sparaður! :)


Já maður var klárlega skinka!

Uppáhalds snyrtivörur?

Ég verð að segja MAC, ég lærði á þær vörur og þær hafa aldrei svikið mig. Ég elska Estée Lauder og Clinique er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég kynntist nýlega NARS vörunum og þær eru æði :)

Hvaða krem notarðu á húðina þína?

Ég nota Comfort on Call kremið frá Clinique, það er ofnæmisprófað og inniheldur enga lykt. Ég á mjög auðvelt með að verða þurr í húðinni þannig þessi rakabomba er algert kraftaverk fyrir mína húð. Ég nota Aloe Vera All Purpose Cream frá Dr. Melumad á líkamann ef ég er þurr, og sérstaklega á kálfanna þegar ég er búin að raka þá, virkar mjög vel! :)

Málaru þig á hverjum degi?

Alls alls alls ekki.. stundum nenni ég því einfaldlega ekki. Ég mála mig alltaf þegar ég fer einhvað fínt, en ég fer oft ómáluð í skólann og vinnuna.
http://www.glossible.com/what-real-makeup-artists-look-like/ Ég mæli með að lesa þessa grein, mjög skemmtileg :)

Finnst þér betra að nota dýrari vörur heldur en þær ódýru?

Alls ekki, MAC vörurnar eru jú dýrar, en Maybelline vörurnar eru t.d. mjög góðar, ég nota mikið Baby lips varasalvana þeirra, á alla litina hehe :) Sumt er betra í dýrum merkjum og sumt er betra í ódýrum merkjum það er bara þannig :)

Tips fyrir byrjendur?

Passiði húðina ykkar! það er svo mikilvægt ef hún á að haldast góð í framtíðinni. Sólin er alltaf að hafa meiri áhrif á okkur, þannig kaupiði krem með sólarvörn og notiði sólarvörn, sérstaklega ef þið eruð í sterkri sól! Byrjiði rólega, ekki gera eins og ég og kaupa ykkur allt of dökkt meik og labba út með grímu og í guðanna bænum ekki krota í augabrúnirnar ykkar með of dökkum lit. Augabrúnirnar móta andlitið og þær eru alltaf það fyrsta sem ég tek eftir.

Takk kærlega fyrir að lesa

x Guðrún



Thursday, July 24, 2014

FÖRÐUNARBURSTAR


Topp 5 burstar sem þú verður að eignast.


Fyrst er það MAC 150 púðurburstinn. 


Ég nota alltaf bursta í búður, aldrei svamp. Ég man í gamla daga þegar ég var að byrja að mála mig, þá stalst ég alltaf í Kanebo púðrið hjá mömmu og makaði því framan í mig með svampinum sem fylgdi með því.. yuuuk. Mér finnst koma mikið fallegri áferð ef ég nota góðan púðurbursta til að dusta púðrinu yfir andlitið :)


Næsti er MAC 109 skyggingarburstinn.


Ég nota alltaf þennan bursta þegar ég er að skyggja á mér andlitið. Ég nota hann stundum í kinnalit en oftast nota ég hann í bronzer eða sólarpúður. Það er rosalega auðvelt að  blanda með honum og því er hann í uppáhaldi hjá mér :)

Þriðji must have er MAC 224 burstinn.


Ég nota þennan bursta í rosalega mikið, til að highlighta, púðra undir augunum, ég nota hann stundum sem augnskuggabursta og stundum sem hyljarabursta :) Þetta er svona „alt mulight burstinn minn“. Ég gæti ekki verið án hans!

Fjórði er MAC 208 burstinn.


Þennan skáskorna bursta nota ég alltaf á augabrúnirnar. Hann er pínulítill og það fer ótrúlega lítið fyrir honum en guð hvað hann gerir mikið gagn! Ég fór einu sinni í ferðalag og gleymdi honum heima.. ég var næstum búin að snúa við.. ;) hvað gerir maður ekki fyrir útlitið!

Fimmti er MAC 287 burstinn.


Þennan bursta nota ég alltaf til að hylja á mér andlitið, en ég nota hann líka stundum til að highlighta. Lagið á burstanum auðveldar fyrir, t.d. þegar ég er að hylja bauga :) Þessi er líka mjög lítill og nettur en gerir mikið.

Takk fyrir að lesa

x Guðrún

Wednesday, July 23, 2014

NARS HAUL


Ég var í Barcelona um daginn, frábær borg! Gott að komast svona aðeins í sólina þar sem hún er alls ekki að sýna sig hérna heima.. og auðvitað verslaði ég mér helling af snyrtivörum og ákvað að prufa fullt nýtt :) Ég keypti mér nokkra hluti frá NARS, en þær vörur hafa farið eins og eldur um netheimana og sérstaklega hjá youtube bloggerum. Ég ákvað að prufa nokkrar vörur og ég ætla að segja ykkur frá tveimur vörum í þessari færslu.

Þessar tvær vörur eru alger snilld, Lodhi satin lip pencil og Copacabana illuminator. Ég sá varalitinn og sagði strax við afgreiðslumanninn að ég vildi þennan! Áferðin á honum er frábær, auðvelt að setja hann á varirnar og hann er mjög litmikill. Pigmentið er svo sterkt í honum að ég átti bágt með að þrífa hann alveg af ;)

(Lodhi satin lip pencil, Copacabana illuminator)

Fallegur orange bleikrauður, sjúklega flottur og sumarlegur.


Ég set svo illuminatorinn á highlightsvæðin í andlitinu. Mér finnst alltaf fallegt að nota bleiktóna highlightera, þeir falla svo vel að húðinni sem gerir allt makeupið náttúrulegara. Þið sjáið hvað hann er bjartur og fallegur.



Svona er lokalookið, varaliturinn er svo flottur! Ég get ekki beðið eftir að nota hann næst :) Hann er ekki eins og flestir orange rauðtóna litir, heldur er hann mun náttúrulegari. Það birtir svo mikið yfir andlitinu ef maður notar illuminator, kinnbeinin og hin highlightsvæðin verða svo björt og slétt :)



Takk fyrir að lesa,

x Guðrún